Ríkisstjórninni og sérstaklega Birni Bjarnasyni ráðherra finnst mannréttindi vera vond, ef þau fjalla um innlend mál. Til dæmis lögregluofsóknir á hendur Falung Gong og á hendur þeirra, sem mótmæltu Kárahnjúkavirkjun. Ríkisstjórnin vill ekki, að Mannréttindastofa sé af skipta sér af ákvörðunum stjórnvalda af því tagi. Þess vegna hefur hún refsivönd á loft og afnemur greiðslur ríkisins. Magnúsi Stefánssyni var svo skipað að verja vondan málstað í fjárveitinganefnd og er það vel við hæfi. Allir flokkar stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt harðlega óbeit ríkisstjórnarinnar á mannréttindum.