Mannfólkinu fer að fækka

Punktar

Frjósemisstuðull mannkyns er kominn niður í 1,85 samkvæmt nýjustu tölum Sameinuðu þjóðanna, en þarf að vera 2,1 til að halda óbreyttum mannfjölda í heiminum, þegar til langs tíma er litið. Stuðullinn var um 6 í þróunarlöndunum fyrir 35 árum, en er nú kominn þar niður í 2,9. Í Evrópu er stuðullinn kominn niður í 1,4 og í Japan niður í 1,3. Á þeim svæðum má búast við mikilli fólksfækkun vegna takmarkana á fjölda nýbúa. Bandaríkjamönnum mun hins vegar áfram fjölga vegna mikils aðstreymis nýbúa. Í International Herald Tribune rökræðir Ben J. Wattenberg hugsanlegar afleiðingar þessarar byltingar.