Manhattan við Geirsnef

Punktar

Mér finnst góð tillaga Sturlu Snorrasonar um nýjan miðbæ í iðnaðarhverfum austan og norðan við Geirsnef. Ég lít á hana sem afbrigði af tillögu minni um nýjan miðbæ á Álfsnesi. Aðalatriðið er að hlífa gamla miðbænum vestan Snorrabrautar við byggðaþéttingu verktaka og fanatíkusa. Þeir mega frekar fá útrás í eins konar Manhattan við Geirsnef. Mér sýnist Sturla líka gæta hagsmuna hunda á Geirsnefi, en veit ekki um laxinn í Elliðaánum. Þar fyrir utan tel ég hugmyndir hans um sparnað í umferð vera tóma þvælu. Fræðingar ímynda sér, að fólk flytji í nágrenni vinnustaða. Það gerir fólk alls ekki.