Makkinn á Intel-kubba

Punktar

Makkinn fer af IBM-kubbum á Intel-kubba fyrir lok næsta árs. Hugbúnaður frá Transitive Technologies gerir þetta kleift. Hann heitir Rosetta eftir frægum steini úr fornöld, þar sem texti var skráður á nokkrum tungumálum. Hugbúnaðurinn er eins konar þýðingarvél, sem gerir kleift að nota sama forritið í Mökkum, hvort sem þeir eru með IBM eða Intel-kubba. Því verður áfram hægt að nota gamlar útgáfur forrita, sem hefur lengi verið eitt af aðalsmerkjum Macintosh tölva. Rosetta eykur minnisþörf í tölvum um 25% og reiknað er með, að vinnsluhraði gömlu forritanna verði 80% af fyrri hraða.