“Makalaust er, hversu oft fólk, sem veldur kreppum, heldur, að það sé rétta fólkið til að leiða þjóðir út úr þeim.” Þetta sagði kreppufræðingurinn Robert Z. Aliber, prófessor í Chicago á fundi í Háskóla Íslands í gær. Var að tala um Davíð Oddsson, Geir Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og þeirra lið. Aliber sagði, að hrunið væri örfáum einstaklingum að kenna, ekki almenningi. Samt er almenningur látinn borga, ekki stýrimennirnir. Enginn hefur sagt af sér vegna hrunsins. Aliber óttast líka, að láni Alþjóða gjaldeyrissjóðsins verði sóað til einskis við að verja gengi krónunnar.