Magnús Garðarsson á að skammast sín. Forstjóri Íslenska kísilfélagsins á að vera stoltur, ef fyrirtækið getur lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Til dæmis borgað kolefnisgjald eins og tíðkast í alvörulöndum. Í þess stað vælir Magnús í dag fjórdálka á forsíðu Fréttablaðsins eins og hver annar aumingi. Hann dregur dám af kvótagreifunum, sem áratugum saman hafa hagað sér eins og ræflar í samfélaginu. Og af Björgólfi Thor Björgólfssyni, sem sjaldnast greiddi eyri til samfélagsins, þótt hann spilaði fínimann í kreðsum Geirs H. Haarde. Ég hef fengið upp í háls af þessum siðblindu, vælandi græðgiskörlum.