Mafía Landsvirkjunar

Punktar

Landsvirkjun hótar þjóðinni að láta fyrirhugað netþjónabú á Keflavíkurvelli ekki hafa raforku. Hún heimtar í staðinn að fá að virkja Þjórsá við Hvamm. Frá þessu var ekki sagt, þegar samningurinn um tölvuverið var undirritaður. Í dag segir Fréttablaðið frá hótun Landsvirkjunar. Hún ætlar með góðu eða illu að ná fram virkjunum í neðri hluta Þjórsár. Ætlar að knýja Alþingi og landeigendur til að fallast á framsal vatnsréttinda í ánni. Eru forustumenn Landsvirkjunar búnir að horfa á of margar bíómyndir af mafíunni? Er ekki í staðinn hægt að láta tölvurnar fá rafmagn Orkuveitunnar frá Hellisheiði?