Ýtti flíspeysunni og síðu nærbuxunum til hliðar, kastaði lambhúshettunni og hönzkunum. Í gærmorgun var múnderíng gönguferðanna hin sama og fyrir þremur mánuðum. Í gær var enn vetrarmorgunn, en í dag voru sumarmorgnar komnir með léttari klæðnaði. Um miðmorgun byrjaði nýtt líf, heiðskírt, sjö stig í hita og þrjú stig í vindi. Fór með hundinn út í Snoppu og Suðurnes. Tek fram, að ég á raunar ekki hund, er bara sendisveinn og bryti á Hótel Ömmu. Fólkið, sem við mættum, horfði grundsemdaraugum á mig. Var þetta maðurinn með lambhúshettuna eða var þetta ókunnugur. En svo þekktist ég á hundinum.