Maðkar í Landsbanka-mysunni

Punktar

Skrítið er, að slitastjórn Landsbankans stefnir bara gömlu bankastjórunum fyrir samninga við Björgólfsfeðga. Þeir feðgar fengu samt peningana, sem bankastjórarnir skófu út úr bankanum. Væntanlega eru feðgarnir því meiri borgunarmenn en bankastjórarnir fyrir 37 milljarða þjófnaði. Furðuleg er öll meðferð slitastjórnar og skilanefndar Landsbankans á eigendum bankans. Stingur í stúf við hliðstæðar aðgerðir í Kaupþingi og Glitni. Sama er að segja um Sérstakan ríkissaksóknara. Hann ryðst fram með mál Kaupþings og Glitnis, en Landsbankinn situr á hakanum. Maðkar hljóta að vera í mysunni.