Noam Chomsky lýsir valdakerfi lýðræðisríkja rétt. Stórfyrirtæki, einkum bankar, hafa náð heljartökum á samfélaginu. Forríkir forstjóra eru orðnir valdastétt, sem öllu ræður. Þeir fjármagna pólitíska flokka og framboð í prófkjörum. Þannig er gervallt Bandaríkjaþing á mála valdastéttarinnar. Auðmagnið hefur sigrað lýðræðið. Bankakreppan breytti því ekki. Tap banka er þjóðnýtt, sett á herðar skattgreiðenda. Og forstjórarnir græða meira en nokkru sinni fyrr. Þannig er þetta um allan hinn vestræna heim. Íslenzka útgáfan er, að kvótagreifar borga fjölmiðlum og pólitíkusum og stýra þeim.