Vegna hrunsins þarf að skera niður í öllum þáttum ríkisrekstrar, skólum og spítölum sem annars staðar. Það væri lýðskrum að halda öðru fram. Fólk tekur þessum sparnaði misjafnlega. Starfsfólk Landsspítalans er ekki ánægt, en er þó í sambandi við veruleikann. Veit, að undan sparnaði verður ekki komizt. Ein undantekning er frá þessu raunsæi. Ágúst Einarsson, rektor á Bifröst, segir, að menntamál séu ekki í forgrunni hjá þessari ríkisstjórn. Hann er lýðskrumari. Allir vita, að skera þarf niður hjá háskólum, þótt þeir séu úti á landi. Ágúst rektor þarf ekki að tala eins og ekkert hrun hafi orðið.