Lýðskrumari Evrópu lokar augunum fyrir því, að hann er fallinn og getur ekki lengur beitt pólitík og ríkisútvarpi til að forða sér og fyrirtækjum sínum undan lögum og rétti. Samherjarnir leggja fast að Silvio Berlusconi að viðurkenna ósigur sinn, en hann getur það ekki, því að þá er lokið sjónhverfingunum hans. Hann hvetur nú til þjóðstjórnar á Ítalíu til að halda nægum völdum til að verja braskið. Engar líkur eru á, að honum takist það. Lengi töldu fátækir Ítalir, að Berlusconi mundi gera þá ríka eins og sjálfan sig, en þeir eru að byrja að vakna af vondum draumi.