Næsta skref í átt frá lýðræði er lokun skattskrár fyrir augum almennings. Þegar það hefur tekizt, verður auðveldara en áður að færa skattbyrðina frá ríkum til fátækra og barnafólks. Samkvæmt OECD var það stefna fyrrverandi ríkisstjórnar okkar. Sú er einnig stefna þeirrar, sem nú situr. Hún ákvað slíka skattbreytingu snemma á þessu ári. Nú hafa ellefu andlýðræðislegir þingmenn lagt fram frumvarp um lokun skattskrár. Studdir af Persónuvernd og Viðskiptaráði, helztu andstæðingum lýðræðis í landinu. Ríkisskattstjóri og skattrannsóknastjóri vilja hins vegar áfram hafa skattskrá opna almenningi.