Lýðræði og þjófræði

Punktar

Til að koma upp lýðræði á Íslandi þarf í fyrsta lagi að hefja gegnsæi í kerfinu, eins og gert var í vetur í Reykjavík. Þá fær fólk sýn í innviðina. Í öðru lagi þarf að líma þjóðina betur saman með því að flytja fé frá hinum 15.000 ríkustu til hinna 15.000 fátækustu. Það gerist með breyttum sköttum og auðlindarentu. Í þriðja lagi þarf að sparka krónunni og taka upp alvöru myntir frá útlöndum, svo að vextir komist niður í skynsamlegt horf. Þá getur ungt fólk aftur fengið þak yfir höfuðið. Framlenging þjófræðis í áratug eftir hrunið verður afnumið og Sjálfstæðisflokkurinn leggur sig niður. Í stað þjófræðis fáum við loks lýðræði.