Losum Granda við kvótann

Punktar

Lendi kvótagreifar í vinnudeilum er svar þeirra fólgið í brottrekstri. Í skjóli einkaaðgangs að auðlind allrar þjóðarinnar geta þeir sagt upp heilum plássum. Þannig seldi einn greifinn Flateyri undan íbúunum og keypti fyrir það blokk í Berlín. Nú er Grandi að leggja niður vinnslu á botnfiski á Akranesi og reka 100 manns úr vinnu. Ef hér á landi væri eitthvert réttlæti, mundi einkaréttur Granda á kvóta vera tekinn af fyrirtækinu og seldur öðrum, sem vilja landa á Akranesi. Þessi dæmi sýna öll, að kvótann beri að leigja þeim, sem hæst býður, en ekki tengja tilteknum bófaflokkum. Ekki láta siðblinda bófa hafa neinn veiðikvóta.