Sumir beztu bloggararnir hafa þreytzt á sambúð með nafnlausum, vilja losna við hana. Sumir hafa horn í síðu Mbl.is og Vísir.is, þar sem nafnleysingjar fara mikinn í athugasemdum. Samkeppni hefur risið um mest lesnu bloggarana og hefur tekjum verið veifað sem agni. Það er gott, þótt skoðanir verði seint álitleg söluvara. Elly Ármanssdóttir getur selt klámblogg, en annað gildir um skoðanablogg. Ég held, að Egill Helgason einn geti selt skoðanir á vefnum. Hann er líka hafður einn í heiðurssæti á Eyjan.is. Og hefur sem betur fer lokað fyrir athugasemdir annarra. Ég er því ekki einn um slíkt.