Þétting byggðar er tízkufyrirbæri, sem ekki hefur haft áhrif á London, eina af dreifðustu borgum í Evrópu. Þar býr fólk í úthverfum og líður bara vel, þrátt fyrir kenningar skipulagsfræðinga um, að þétta skuli byggð. Raunar á dreifbýlið í London sér aldagamlar rætur. Hrein unun er að skoða marga af útbæjunum og enn betra að búa þar. Þétting byggðar er síður en svo neitt áhugamál fólks, sem býr í brezkum útbæjum. Það rekur upp ramakvein, ef upp koma hugmyndir um slíkt. Heppilegt er, að Reykjavíkurlistinn skuli ekki vera við völd þar í landi.
