Loksins lífræn vottun

Punktar

Verið er að taka upp lífræna vottun í landbúnaði. Þar með lýkur langvinnu stríði bændasamtakanna gegn fjölþjóðlegri vottun. Um tíma var farið framhjá lífrænni vottun með því að taka upp séríslenzka umhverfisvottun. Ekkert mark var tekið á henni erlendis. Hin nýja vottun kemur frá Evrópusambandinu eins og flest annað, sem er til bóta. Framtakssamir bændur geta hugsað sér að reyna að selja afurðir sínar erlendis. Auðvitað þarf fyrst að fara eftir reglum um grindargólf og rými húsdýra, útivist og lífrænt fóður, og svo framvegis. Þeir, sem uppfylla kröfur um lífræna ræktun, geta þá fengið vöruna stimplaða með merki, sem eykur sölu og hækkar verð.