Nýja auglýsingin segir: “Hvað ef við segjum já: Við ljúkum langri deilu með sátt. Við öðlumst meira traust. Við forðumst áhættusöm dómsmál. Við eyðum óvissu. Við lækkum vexti. Við tryggjum hagvöxt, Við örvum fjárfestingar. Við bætum lánshæfismat okkar. Við minnkum atvinnuleysi. Við eflum með okkur bjartsýni og kraft.” Þetta er ólíkt betra en aðrar auglýsingar, sem ég hef séð síðustu daga. Er kjarni málsins. Bæta má við tveimur tilfinningalegum röksemdum: Já í þjóðaratkvæðagreiðslunni er í senn siðferðilega rétt og jafnframt góð ákvörðun fyrir afkomendur okkar. Höldum okkur á þessu plani.