Mikið lögregluríki hefur verið á heiðum austur á landi í tilefni af dvöl mótmælenda þar. Hafa ábúendur á Vaði orðið fyrir óþægindum af völdum lögreglunnar, sem er æf út af því, að þeir leyfðu mótmælendum að tjalda á landi sínu. Hjónin á bænum segja, að lögreglan leggi sig fram um að stofna til vandræða, snapa fæting við mótmælendur. Markmið löggunnar er auðvitað að finna mjóa þvengi til að gera sýslumanni kleift að grípa til aðgerða gegn mótmælendum, reka þá brott af svæðinu og fá Útlendingastofnun til að reka þá af landi brott. Lögreglan kann auðvitað bezt við sig í lögregluríki.