Lögregluóeirðir fasista

Punktar

Lögregluóeirðir urðu í dag á Suðurlandvegi. Löggan réðst á mótmælendur og úðaði pipar, svo að nokkrir urðu að fá læknishjálp. Næst verður löggan með rafbyssur. Þetta heitir mannfjöldastjórnun á máli fasista. Þeir telja, að löggan eigi að stjórna mótmælum og að þau megi ekki raska neinu. Fasistar eru andvígir truflunum á gangverki þjóðfélagsins. Þeir vilja berja þá, sem trufla gangverkið, keyra þá niður, úða þá með pipar og bráðum gefa þeim rafstuð. Löggan hefur rangar hugmyndir um lýðræði. Mótmæli eru eðlilegur þáttur þess og mega valda röskun. Burt með fasista ríkislögreglustjórans.