Lögleg eða ólögleg rán

Punktar

Við vitum nú, að stjórnendur bankanna tæmdu þá í fyrrasumar. Létu eigendur og aðra vildarvini fá allt tiltækt fé, án þess að taka gild veð. Samtals gufuðu upp hundruð milljarða. Í öllum heiðarlegum ríkjum væri búið að setja alla bankastjóra og alla deildarstjóra banka í varðhald. Og frysta eignir þeirra. Þannig er það í Danmörku og þannig er það í Bandaríkjunum. Við búum hins vegar í bananalýðveldi, þar sem lögmenn gerðu fjársvik að einkamálum. Kannski munu einnig dómarar líta svo á, að rán, framin af valdamönnum, séu þeirra eigin einkamál. En við þurfum að fá úr því skorið. Sem allra fyrst.