Lögin utan við réttlætið

Punktar

Lagatæknar segja okkur að vera róleg, réttarríkið eigi að fá að hafa sinn gang. Því miður treysti ég ekki svonefndu réttarríki. Tel reynsluna sýna, að lög séu sett fyrir þá, sem betur mega sín, ekki fyrir hina. Þeir eru til dæmis settir inn, sem stela sígarettum, en hinir ganga lausir, sem stela milljarði. Tel reynsluna sýna, að hugtökum hagsmunaaðila sé lætt inn í sérlög og síðan talin gilda almennt. Þannig telja lagatæknar að hugtakið bankaleynd í sérlögum nái út um allt. Íslenzk lög og lagatúlkun er langt fyrir utan allt réttlæti. Það kalla ég ekki, að réttarríkið hafi sinn gang.