Logið að útlendingum

Punktar

Getum kannski fullyrt erlendis, að íslenzka hrunið sé að sumu leyti að kenna skorti á fjölþjóðlegu regluverki. Það gerði Ólafur Ragnar Grímsson forseti í New York um daginn. Við vitum hins vegar betur. Íslenzka hrunið var fyrst og fremst af völdum innlendra orsaka. Regluverk var nánast ekkert hér heima og ekki var beitt því regluverki, sem þó var. Bankar og vinir þeirra komust upp með að tæma bankana og eyða fénu í loftbólur. Fjölþjóðlegt regluverk hefði hvorki hindrað óhefta frjálshyggju Sjálfstæðisflokksins né græðgi banka- og loftbólumanna. Ólafur Ragnar var bara að ljúga að útlendingum. Tókst ekki.