Löggurnar líka kærðar

Punktar

DV og Fréttablaðið segja frá manni, sem þau titla sem ökuníðing. Hafði keyrt á ofsahraða um Reykjavíkursvæðið og naumlega verið handsamaður. Hann hefur kært lögguna fyrir að keyra á sig og valda sér fótbroti. Heimtar skaðabætur. Athyglisvert er, að hvorugt blaðið segir, hver ökuníðingurinn er, sem vill 2,5 milljóna verðlaun fyrir ofsaakstur. Svo langt er leyndarhyggjan leidd, að fjölmiðlar þora varla út fyrir húsdyr. Af ótta við, að lagatæknar komi hlaupandi með skaðabótakærur. Nú bætast löggur við aumingjalið fjölmiðlunar. Þora ekki lengur að handtaka af ótta við lagatækna veifandi skaðabótakærum.