Löggan stjórnar fréttum

Fjölmiðlun

Félag fréttamanna fullyrðir, að löggan stjórni ekki fréttum. Það er misskilningur félagsins. Undanfarið hefur hún meira eða minna stjórnað fréttum af glæpamálum. Forstöðumenn hennar fá þjálfun á námskeiðum hjá Sigrúnu Stefánsdóttjur í að lempa blaðamenn. Það eru ekki bjánar í löggunni á Austurlandi, sem stýra fjölmiðlun á Íslandi, heldur eru það yfirmenn löggunnar í Reykjavík. Engin sjálfstæð fréttaöflun fer fram hjá fjölmiðlum. Það er bara hringt í lögguna til að spyrja, hvort eitthvað hafi gerzt.