DV upplýsir, að 68 kærur hafi borizt ríkissaksóknara á þremur árum vegna brota lögreglumanna í starfi. Það eru 23 kærur á ári að meðaltali. Þetta er hrikalega há tala í fámennu þjóðfélagi. Hún segir okkur, að útbreidd sé reiði fólks yfir framkomu lögreglunnar. Segir okkur, að lögreglumenn eiga erfitt með að hemja sig. Að myndskeið á YouTube af atburðum hafa áhrif. Og að löggur eiga ekki að fá rafbyssur eða önnur vopn í hendur. Hitt er svo annað mál, að kærur munu sjaldnast leiða til lagfæringa. Ríkissaksóknari reynir jafnan að setja kíkinn fyrir blinda augað, þegar löggur eiga í hlut.