Því vopnaðri sem löggan er, þeim mun meira er hún hötuð. Þeim mun líklegra er, að fólk fái sér piparúða og rafbyssur. Þeim mun meiri gjá myndast milli löggunnar og fólksins í landinu. Smám saman verður löggan hér á landi eins og löggan í þróunarlöndunum. Hún verður tákn gerræðis og fasisma. Hér á landi er ferlið á fullu undir stjórn Haraldar Johannessen ríkislöggu og Björns Bjarnasonar stríðsráðherra. Til að draga úr spennu milli löggu og fólks hafnar brezka löggan valdbeitingartækjum. Hér þráir hins vegar löggan rafbyssur. Morðvopn, sem hefur drepið 245 manns samkvæmt Wikipedia.