Löggan ber ljúgvitni

Punktar

Í morgun birti brezki Guardian uppljóstranir um tilraunir löggu höfuðborgar Bretlands til að hafa áhrif á gang andófs og dómsmála. Áður var frægt mál Mark Kennedy, sem meðal annars tók þátt í andófi á Íslandi. Löggur í London fara huldu höfði, þykjast vera andófsmenn, reyna að æsa fólk upp, láta taka sig fasta. Þeir koma fram undir dulnefni í yfirheyrslum og bera ljúgvitni fyrir dómi. Yfirmenn löggunnar leyfðu þessa framgöngu. Algert siðrof hefur orðið í heilabúi þeirra. Þetta verður til þess, að ofsadýr málatilbúnaður lögreglustjóra gegn andófsfólki og óeirðaseggjum hrynur eins og spilaborg.