Logandi afskriftir

Punktar

Á vefnum loga fullyrðingar um, að bankar hafi afskrifað og séu að afskrifa risavaxnar skuldir nafngreindra pólitíkusa. Ekki bara einkahlutafélag Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Meirihluti alþingismanna sé flæktur í slík mál, þar á meðal Björgvin G. Sigurðsson. Þar segir líka, að Davíð Oddsson viti um þessi hneyksli og hóti að leka þeim. Þess vegna þori pólitíkusar ekki að losa sig við hann. Brýnt er, að óháð endurskoðun bankanna kanni allt þetta. Hvort pólitíkusar og einkahlutafélög þeirra hafi á þessu ári fengið afskrifaðar skuldir umfram venjulega borgara. Slíka gerninga þarf að stöðva.