Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir Samfylkinguna vera loftbóluflokk, fæddan við upphaf loftbóluhagkerfisins. Formaður Framsóknarflokksins vísar þar til upphafs þess tíma, er allt fór að ganga út á ímynd og hannaða atburðarás. Hann telur miklu síður hægt að treysta á Samfylkinguna en vinstri græna. Mikið er til í kenningu Sigmundar. Samfylkingin einkennist af fiffum og brögðum, eins og brezkir kratar eftir valdatöku hinna innihaldsrýru Tony Blair og Gordon Brown. Tími Ingibjargar Sólrúnar hefur einkennzt af slíkum loftbólum. Gamall kratismi Jóhönnu Sigurðardóttur gefur þó von um framtíð.