Loforð fyrir trúgjarna

Punktar

Íslendingar eru trúgjarnir með afbrigðum. Sumir eru jafnvel sannfærðir um, að þeir geti orðið ríkir á að svara tölvupósti frá Nígeríu. Sumir munu vafalaust trúa kosningaloforðum Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem þekja heila síðu í dagblöðum. Þau slá fyrra Íslandsmet flokksins frá því fyrir sjö árum, þegar hann lofaði að leggja milljarð í baráttu gegn fíkniefnum og gera landið fíkniefnalaust fyrir síðustu aldamót. Allt er þetta auðvitað linnulaus lygi, en það er meira að segja til fólk, sem trúði því um daginn, að Nígeríumenn gætu galdrað peninga með því að hrista miða saman í poka.