Lofgerð til 101

Punktar

Fer oft í 101 á ellefta tímanum á morgnana. Sæki rúnnstykki og sting mér stundum inn á Kaffifélagið á Skólavörðustíg. Dáist alltaf að 101, það er svo fjölþjóðlegt. Flestir á röltinu eru ferðamenn, mest ungt fólk, sumt meira að segja með smábarn í kerru. 101 virðist barnvænt. Ferðafólkið er ekki í hópum eins og víða erlendis, heldur á eigin vegum, hvert með sína dagskrá. Hvar værum við, ef við hefðum ekki 101? Fyrir Ísland er 101 eins og Manhattan er fyrir Bandaríkin, partur af evrópskri menningu. Hvernig væri, að 101 gengi í Erópusambandið? Hinir væru áfram með mosann í skegginu. Ég flytti þá í 101.