Lofar evrópsku regluverki

Punktar

Tek mikið mark á Páli Vilhjálmssyni, ofurbloggara Heimssýnar. Hann upplýsir, að umsóknarferlið að Evrópu feli í sér upptöku 90.000 blaðsíðna af lögum og reglugerðum. Ég vona svo sannarlega, að Páll hafi rétt fyrir sér. Við þurfum einmitt á lögum og reglugerðum að halda. Alvöru skriffinnsku. Til að ryðja úr vegi geðþótta og skorti á regluverki íslenzkrar stjórnsýslu. Sem dafnaði mest í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytum. Í skjóli gerræðis og skorts á regluverki misþyrmdu Flokkurinn og Framsókn okkur eftir hentugleikum hverju sinni. Með evrópsku regluverki verður það fyrir bí. Guð láti gott á vita.