Ljótt hestahopp

Punktar

Mér finnst ljótt að sjá hesta hoppa í reið. Mér finnst svifamikið brokk ljótt, enda mundi enginn ríða á því í göngum. Mér finnst hágengt tölt ljótt, ef það fer yfir vinkilbeygju fótleggja, enda er það þá stundum hast. Mér finnst óeðlilegt, að höfuð á hesti sé lóðrétt á hægu tölti. Mér finnst hast tölt ljótt. Mér finnst ljótt að hestar skeiði með uppréttan háls og haus í vinkil. Mér finnst ljótt, að hestar skeiði eins og þeir séu á hröðu tölti. Ég viðurkenni, að markaðurinn borgar mest fyrir svona hopphlunka, en ég vil ekki sjá þá í ferðum. Ég er víst einn um þessar skoðanir.