Sex fyrirtæki eiga kvikmyndir, sjónvarp og útvarp Bandaríkjanna og hluta í öðrum löndum. General Electric á einkum sjónvarp, svo sem NBC og MSNBC. Time Warner á CNN, AOL, Warner Bros og fullt af tímaritum. Walt Disney á ABC og sæg af sjónvarpsstöðvum. News Corp er Rupert Murdoch, sem á Fox og bunka af sjónvarpsstöðvum. CBS á fullt af sjónvarpstöðvum, Viacom á Paramount og ótal aðra hluti, átti áður líka CBS. Prentmiðlar eru enn í eigu margra, svo sem Gannett, Bertelsmann, Reed Elsevier, Pearson, McGraw-Hill, Tribune, Advance.net, Hearst, CanWest, Knight Ridder, Scripps o.fl.