Thelma Halldórsdóttir lagatæknir hefur réttarstöðu grunaðra í rannsókninni á kaupum sjeiksins Al Thani á hlutabréfum í Kaupþingi. Komið hefur í ljós, að það voru sýndarviðskipti. Thelma var stjórnarmaður í Q Iceland Finance, sem fór með hlut Al Thani. Í viðtali við DV í dag kemst hún upp með að spila heimska ljósku, sem gerir mönnum greiða. “Ég var bara beðin”, segir hún á forsíðunni. Ekki vill hún svara, hver bað, heldur segir: “Veistu, ég vil ekki tjá mig um það, því það skiptir ekki máli.” Auðvitað fer hún með rangt mál. Öllu máli skiptir, hver bað Thelmu um að vera burðardýr í svindlinu.