Ljósið sést í myrkrinu

Punktar

Kjör Donald Trump er stærsta dæmið um villu og svima í Bandaríkjunum. Fólki mislíkar, hvað mikið það skuldar, að það skuli þurfa að búa í aftanívagni, að það geti ekki greitt fyrir veikindi, slys og skólagöngu barna. Það hatar allar stofnanir, helzt þær sem tengjast ríkinu. Það hatar forsetann, pólitíkusa, velferðina, fjölmiðlana og oft sér í lagi útlendinga. Það hafnar sósíaldemókrötum og kýs fasista eins og Trump, sem elur á þessu hatri. Þannig er ábyrgðinni vísað frá því 1%, sem öllu ræður í Bandaríkjunum. Bernie Sanders er samt dæmi um, að sumt fólk er byrjað að sjá gegnum þokuna. Hann náði langt, en ekki nógu langt. Kannski sér fólk ljósið bráðum.