Barnaby J. Feder segir í New York Times, að ljósaperan verði orðin úrelt á heimilum fólks eftir fjögur ár, þegar ljóskristalla-tölvukubbar hafa lækkað nógu mikið í verði til að verða samkeppnishæfir. Þeir muni spara milljarða dollara í rafmagni og viðhaldi og bylta aðferðum við lýsingu. Slíkir kubbar eru þegar komnir í notkun í ljósaskiltum á Times Square í New York og munu senn leysa neon-ljós af hólmi. Enn eru ljóskubbarnir dýrir, en munu eins og tölvukubbarnir lækka í verði með meiri fjöldaframleiðslu og betri framleiðslutækni.