Ég varaði alltaf við gjaldeyrislánum. Bloggaði um þau lon og don. Taldi út úr kú, að menn taki lán í öðrum gjaldmiðli en þeim, sem þeir hafa tekjur í. Slík hegðun sé fjárhættuspil. Auðvitað hlusta menn ekki á þetta. Það stafar af, að menn eru litlir græðgiskarlar. Þeir héldu, að dýfan yrði á hinn veginn, allir gjaldmiðlar hryndu, nema krónan. Nú sitja litlir græðgiskarlar grátandi með lánin sín. Þeir heimta, að börnin mín og barnabörnin borgi þetta fyrir þá. Bloggið er stíflað af gráti litlu græðgiskarlanna, sem veðjuðu á krónuna og töpuðu. Fíklar, sem spila í rugli, tapa líka í rugli.