Nokkrar stúlkur í hljómsveitinni Pussy Riot gerðu litla leyniþjónustukallinn í Rússlandi að athlægi um heim allan. Vladimir Pútín hefur verið afhjúpaður sem enn einn harðstjóri Rússlands og sá veikasti í röðinni. Hyggst fá þær dæmdar í margra ára fangelsi fyrir gróft orðbragð. Hefur dregið þær fyrir sama dómstól og þann, sem tók Mikail Khodorovski í gegn. Pútín hefur látið Dúmuna setja lög um bann við borgaralegri óhlýðni. Það er von, að íslenzkir dólgar á borð við Davíð og Ólaf Ragnar vilji halla sér að slíkum herrum og hliðstæðum ráðamönnum Kína. Fremur en lýðræðissinnum. Sækjast sér um líkir.