Litla frumvarpið varð Minnsta

Punktar

Í höndum Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs varð kvótamálið stóra að svokölluðu Litla frumvarpinu. Það var svo illa unnið, að ekki einu sinni meirihlutinn studdi það. Auðvitað voru viðtökurnar blandaðar áhrifum kvótagreifanna, sem hafa marga þingmenn í vasanum. Stjórnarandstaðan gat því stíflað frumvarpið og gerði það. Sjálfstæðis og Framsókn eru sem heild í vasa sérhagsmuna. Eru ætíð á móti almannahagsmunum. Úr þessu kom saxað frumvarp um nánast ekkert, sannkallað Minnsta frumvarpið. Það varð svo að lögum í gærkvöldi. Alþingi og fjórflokkurinn allur eru alveg ófær um ná þjóðareigninni af kvótagreifunum.