Lítil og léleg króna

Punktar

Krónan hefur lækkað að undanförnu, af því að hún er lítill gjaldmiðill, sem auðvelt er að tala niður. Hún er dæmigert verkefni fyrir gengisbraskara. Það er þungbært að þurfa að hafa krónu, þegar miklu öruggara væri að nota evru, sem er stór og sterkur gjaldmiðill. Evran mundi líka lækka vexti hér á landi um 2-4 prósentustig. Við stöndum hins vegar gagnvart þeim vanda, að vextir munu hækka hér á landi vegna árása á krónuna og sölu pappíra, sem eru reiknaðir í krónum. Umræða í útlöndum um veikt hagkerfi hér á landi er fyllilega eðlileg. Ríkið ræður ekki við vandann.