Lítið traust á kerfinu

Punktar

Nýjasta skoðanakönnun sýnir lítið traust á stofnunum samfélagsins. Helzt eru það löggan, háskólarnir og Ríkisútvarpið, sem njóta trausts. Í miðjum hópi stofnana eru Evrópusambandið, Seðlabankinn, Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og fjölmiðlarnir. Allar þær stofnanir búa þó við mun meira vantraust en traust. Enn minna traust er á stofnunum á borð við ríkisstjórn, stjórnarandstöðu og Alþingi. Merkilegt er, að stjórnarandstaðan nýtur örlítið minna trausts en ríkisstjórnin. Ríkisstjórnin er með 14,1% stjórnarandstaðan með 13,6% og Alþingi með 10,6%. Botninn skafa svo Fjármálaeftirlitið og bankakerfið.