Nýti hver frambjóðandi hinar tvær leyfðu milljónir króna í kosningabaráttu, yrði heildarkostnaðurinn einn milljarður króna. Sýnir vel, hversu fáránlega hátt hámarkið er. En sumir eyða drjúgu fé í auglýsingar í fjölmiðlum og ruslpósti. Mest auglýsa frambjóðendur, sem vilja sem minnstar breytingar á stjórnarskránni, studdir af Morgunblaðinu. Þeir eru fáir og nýta atkvæði Bláu handarinnar betur en ofgnótt hinna góðu frambjóðenda. Þess vegna er hætta á ferðum. Ágætt ráð er að hafna öllum auglýsendum í Mogga, sem segjast vilja “vernda” gömlu stjórnarskrána. Mundu að mitt ágæta númer er 9915.