Lítið loft í varadekkinu

Punktar

Ég sit hér með tommu þykkan bækling um háþróaða rafeindafræði nýja bílsins. Þar er líka gefinn kostur á gamaldags tækni. Svo sem að stilla upphitaðan stólinn í tveimur útgáfum, annarri fyrir mig og hinni fyrir konuna. Svona gömul tækni er samt ekki í sjónvarpsstólnum heima hjá mér. Ég varð að fá aðstoð til að finna klukkuna, stilla hana, loka loftlúgunni og slökkva á lestrarljósunum. Afturglugginn opnaðist, þegar ég slengdi hendinni utan í stjórnborðið. Merkilegasta tækni bílsins er þó áminningin, sem birtist blikkandi á sérstökum viðvörunarskjá: “Of lítið loft er í varadekkinu.”