Sarah Palin gerir lítið fyrir framboð John McCain til forseta. Hún er að vísu ekki konan bak við eldavélina, þótt hún sé fyrrverandi fegurðardís. Hún er ágætur ræðumaður og ríkisstjóri í Alaska. En hún trekkir ekki fólk á sama hátt og Hillary Clinton hefði gert. Í fyrsta lagi er Palin yzt til hægri, en Clinton nálægt miðju stjórnmálanna. Þær konur, sem eru brjálaðar, vegna þess að Hillary komst ekki í framboð, munu ekki kjósa Palin. Konur hafa áður verið varaforsetapunt, slík staða trekkir ekki stuðningskonur Clinton. McCain þurfti öflugt varaforsetaefni og fékk hægri sinnað frík.
