Lítið fylgi fjórflokks

Punktar

Þegar búið er að draga frá hina óákveðnu, er fylgi flokkanna helmingi minna en af er látið í skoðanakönnunum. Sjálfstæðisflokkurinn er aðeins með 20% fylgi, Lilja með 12%, Framsókn með 7%, Samfylkingin með 6%, Vinstri grænir með 5% og Guðmundur með 4%. Ótalin eru þá 47% spurðra, sem neita að svara, hafa ekki gert upp hug sinn. Að einhverju leyti munu þau atkvæði falla á fjórflokkinn. Komi fleiri bitastæð framboð til skjalanna, má þó búast við, að þau taki meira af hinum óákveðnu en fjórflokkurinn tekur. Enn er til dæmis pláss fyrir flokk fólks úr stjórnlagaráði, sem mundi gera mest rusk.