Þegar Fréttablaðið og Gallup birta næstu kannanir sínar um fylgi og andstöðu við IceSave, liggur málið fyrir. Aðrar stofnanir eða hópar, sem kunna að birta niðurstöður, eru ekki marktækar. Annað hvort vegna fyrri reynslu eða fyrra reynsluleysis. Við skulum bara taka meðaltalið af Fréttablaðinu og Gallup. Þá vitum við, hvernig þjóðaratkvæðagreiðslan fer. Fólk er búið að heyra eins mikið og það kærir sig um að heyra um kosti og galla. Fólk er í skotgröfunum. Frekari áróður mun aðeins hafa áhrif á fáa. Hvað sem menn bulla um, að þjóðin muni leggjast undir feld. Eftir viku verða línur ljósar.