Linkind Evrópu

Punktar

Brezka blaðið Guardian vekur í leiðara athygli á linkind Evrópuríkja í garð Bandaríkjanna og Ísraels í kjölfar hernaðar Ísraels í nágrannaríkjunum. Að vísu fór Jaiver Solana, utanríkisráðherra Evrópusambandsins, til Beirút. Það eina, sem Evrópa treystir sér til að gera, er að hvetja Ísrael til að “fara gætilega”. Það er vægt til orða tekið, þegar hundruð óbreyttra borgara eru myrt eða falla eins og það heitir á fréttamáli. Ef Evrópusambandið lætur ekki að sér kveða gegn stríðsglæpum við bæjardyrnar, er ekki von á, að það láti að sér kveða í utanríkismálum í náinni framtíð.